Háskóli Íslands

Aðgreining á áhrifum aldurs og kynslóða

Á málstofu sem haldin var 19. mars skýrði Helgi Tómasson hvernig nota má aðferðir Bayes til þess að aðgreina áhrif aldurs og kynslóða á sjálfsvíg sænskra karlmanna. Niðurstaða greiningarinnar er að sjálfsvígum karla á miðjum aldri hafi fækkað undanfarna áratugi. Rætt var einnig hvernig hugmyndir um tölfræðilegt mat hafa breyst undanfarna öld eða svo. Tölfræðingar skiptast ekki í jafnharðvítuga flokka og áður. Helgi sagði að afstaða sín til marktæknihugtaksins væri svipuð og afstaðan til áfengis: Rétt væri að varast það, en ekki ætti að banna það. Hann ræddi jafnframt hvernig fordómar gætu komið að gagni í greiningu talna. Menn yrðu þó að geta skipt um skoðun þegar gögnin mæltu með því.

Rúmlega 20 manns fylgdust með málstofunni. Glærur Helga má finna hér. Upptaka af málstofunni er hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is