Háskóli Íslands

Þörf er á aðgæslu þegar bjarga á atvinnulífinu

Það er hluti af því að endurskipuleggja hagkerfið að endurmennta fólk til nýrra starfa þegar gömlu störfin eru orðin börn síns tíma, eins og virðist vera að hluta til í ferðaþjónustunni. Sumir endurmennta sig og fá jafnvel betri störf, aðrir ekki. Þetta er óhjákvæmilegt við okkar fyrirkomulag í efnahagsmálum. Það er bara spurning hvernig menn taka á þessu án þess að setja allt þjóðfélagið á hausinn. Gríðarleg skuldaaukning ríkissjóðs kemur í bakið á okkur seinna.

Þetta kom meðal annars fram á málstofu Þórs Saaris, hagfræðings og sérfræðings í skuldastýringu ríkissjóða, 28. apríl. Á milli 15 og 20 manns tóku þátt í málstofunni. Hér er hlekkur á upptöku af framsögu Þórs og umræðum um hana.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is