Háskóli Íslands

Mestur hagvöxtur þar sem byggðin er þéttust

Á aðra öld hafa Íslendingar flust úr sveitum í næsta kauptún og þaðan í stærri bæi. Vöxtur í heilum landshlutum ræðst að nokkru af því hvort þar hafa náð að vaxa öflugir þjónustukjarnar. Á árunum 2012 til 2017 fylgist að hagvöxtur og hlutfall íbúa í stórum bæjum, eins og sjá má á myndinni. Tæp 70% íbúa á Norðurlandi eystra eru í tveim bæjum, Akureyri og Húsavík. Tölur um hagvöxt á Norðurlandi eystra lýsa að stórum hluta vexti þar, og raunar aðallega á Akureyri, þar sem 60% íbúanna eru. Akureyri kemst næst því að vera valkostur við höfuðborgarsvæðið fyrir þá sem sækja í góða þjónustu og fjölbreyttan vinnumarkaði. Á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi fer saman að þar eru ekki mjög fjölmennir bæir og að straumur ferðamanna hefur að miklu leyti legið annað.

Um þetta má fræðast nánar í Hagvexti landshluta 2012-2017, sem unninn er í samvinnu við Byggðastofnun.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is