Háskóli Íslands

Ráðstefna til heiðurs Ragnari

Föstudaginn 14. júní frá klukkan 4 til 6 verður haldin ráðstefna í hátíðasal háskólans til heiðurs Ragnari Árnasyni prófessor í fiskihagfræði, sem lengi var stjórnarformaður Hagfræðistofnunar.

Jón Atli Benediktsson háskólarektor setur ráðstefnuna, en Birgir Þór Runólfsson dósent stjórnar henni. Erindi flytja fiskihagfræðingarnir Trond Bjorndal, Rögnvaldur Hannesson, Gordon Munro og James Wilen. Corbett Grainger tekur mál þeirra saman, en einnig verða  frjálsar umræður. Ragnar segir að lokum nokkur orð. Móttaka verður síðan á Litla Torgi í Hámu milli 6 og 7.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is