Háskóli Íslands

Deilt á skýrslu um hvalveiðar

Ekki verður séð að stórar villur séu í skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem út kom í janúar, en deila má um túlkanir og framsetningu. Til dæmis má deila um hve langt er rétt að ganga í að túlka tölur Hafrannsóknastofnunar um át hvala hér við land. Sumt hefði mátt ræða betur. Fróðlegt hefði verið að heyra meira um horfur á markaði með hvalkjöt. Þá hefði verið fengur að umfjöllun um athugasemdir líffræðinga við aðferðir Hafrannsóknastofnunar. Breyttar áherslur hefðu sennilega ekki breytt meginniðurstöðum skýrslunnar. Rétt er þó að hafa í huga að skýrslan lýsir mati stofnunarinnar á áhrifum hvalveiða um þessar mundir. Matið getur breyst, til dæmis ef viðskiptalönd taka harðari afstöðu til veiðanna. 

Í greinargerð er farið yfir nokkrar fréttir Ríkisútvarps um skýrslu Hagfræðistofnunar, greinaskrif og fleiri aðfinnslur. Greinargerðina má lesa hér

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is