Háskóli Íslands

Lax- og silungsveiði 170 milljarða virði

Veiðimenn borga tæpa 5 milljarðar króna fyrir leyfi til þess að renna fyrir lax eða silung á Íslandi árið 2018. Greiðslurnar hafa meira en tvöfaldast að raunvirði frá 2004. Tekjur veiðifélaga (eigenda veiðiréttar) eru 2,8 milljarðar króna. Það sem skilur þessa starfsemi frá flestum öðrum atvinnugreinum er að 75% eru ágóði. Núvirtur ábati veiðiréttarhafa eru rúmir 70 milljarðar króna. Ábati íslenskra veiðimanna, það er að segja greiðsluvilji þeirra umfram kostnað, er hér áætlaður tæpir 100 milljarðar króna. 

Upplýsingar um tekjur og kostnað veiðifélaga og leigutaka fengust beint frá langflestum veiðiréttarhöfum. Víðtæk gagnaöflun gerir það að verkum að lítil óvissa er í mati á tekjum af stangveiðum. Meiri óvissa er um ábata veiðimannanna.

Hér er aðeins horft á virði þeirra sem hafa bein not af auðlindinni. En fólk, sem ekki veiðir, getur verið ánægt með að hægt sé að veiða lax og silung, þótt það geri það ekki sjálft. Margar vísbendingar eru líka um að fólk telji líffræðilega fjölbreytni mikils virði, jafnvel þegar fjölbreytnin skapar engan beinan arð. Rannsóknir benda til þess að sjálfstæður laxastofn sé í flestum laxveiðiám á Íslandi. Ekki er lagt mat á virði án notkunar í þessari skýrslu, en eldri rannsókn bendir til þess að það geti jafnvel verið meira en ábati veiðimanna. 

Um þetta má lesa í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar. Skýrsluna má sjá á vef hennar: www.hhi.hi.is/skyrslur

Skýrslan var rýnd af tveimur óháðum sérfræðingum á sviðinu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is