Háskóli Íslands

Reykingamenn bera sjálfir langmestan kostnað af reykingum

Samkvæmt skýrslu sem Hagfræðistofnun gerði nýlega fyrir Landlækni er kostnaður Íslendinga af vindlingareykingum á bilinu frá 13 milljörðum til 90 milljarða króna á ári. Lægri talan er miðuð við að reykingafólk geri sér fulla grein fyrir því tjóni sem reykingar valda því sjálfu í formi fjárútláta, heilsubrests og styttra lífs. Ánægja þess af reykingunum sé hins vegar ekki miklu meiri en nemur þessum kostnaði. Hærri talan er aftur á móti miðuð við að reykingamenn geri sér enga grein fyrir hættunni. Ekki er gert ráð fyrir að ánægjan af reykingunum sé miklu meiri en nemur því sem borgað er fyrir tóbakið. En tjón reykingafólks á heilsu og lífi er mjög mikið, eða rúmir 75 milljarðar á ári hverju. Tjónið er hér metið með greiðsluviljaaðferð, en þá er meðal annars horft á það hvað fólk leggur á sig til þess að komast hjá áhættu. 

Skýrslan var rýnd af tveim óháðum sérfræðingum í kostnaðar- og nytjagreiningu. 

Skýrsluna má finna hér: http://hhi.hi.is/skyrslur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is