Háskóli Íslands

Ábati af notendastýrðri þjónustu meiri en kostnaður

Í nokkur ár hefur verið í gangi tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða. Niðurstaða könnunar sem Hagfræðistofnun gekkst fyrir í samstarfi við Félagsvísindastofnun var að notendur þjónustunnar teldu hana 9-12 milljónum króna meira virði á ári en þá þjónustu sem þeir fengu áður. Að jafnaði kostar þjónustan 3½ milljón meira en það sem ella væri í boði. Notendur þjónustunnar telja hana með öðrum orðum mun meira virði en nemur kostnaði umfram önnur þjónustuúrræði. 

Miklu munar á því hvernig kostnaður við þjónustuna er ákveðinn. Í Danmörku og í Bretlandi er gert ráð fyrir að þjónustan sé ekki dýrari en sú þjónusta sem ella væri á boðstólum. Aftur á móti verður ekki séð að nein efri kostnaðarmörk séu á notendastýrðri þjónustu í Svíþjóð. Þar hefur kostnaður á hvern notanda margfaldast frá því sem áætlað var í upphafi. Aðgengi hefur verið hert, en kostnaður vex með svipuðum hraða. Við þessar aðstæður er hætt við að þjónustan verði að sérkjörum fyrir útvalinn hóp. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is