Háskóli Íslands

Málstofa um húsnæðismál annan sumardag

Hagfræðingarnir Magnús Árni Skúlason og Lúðvík Elíasson ræða húsnæðismál á málstofu í Lögbergi, stofu 102, föstudaginn 22. apríl, kl. 11, en fyrri málstofa þeirra féll niður vegna veikinda. Þeir fjalla um vöxt útlána Húsnæðisstofnunar og Íbúðalánasjóðs, breytt hlutverk banka á íbúðalánamarkaði og áhrif alls þessa á fasteignaverð og skuldsetningu, meðal annars samspil við fjármálaáfallið 2007-2008. Fjallað verður um aðgerðir til þess að draga úr skuldsetningu heimilanna á undanförnum árum og horft til framtíðar varðandi fjármögnun almennra íbúðalána. Kynningin er byggð á kaflanum Housing finance in Iceland: Milestones 1989-2014 eftir þá félaga, sem er nýútkominn hjá Wiley Blackwell í bókinni Milestones in European Housing Finance (Lunde & Whitehead ritstj.)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is