Háskóli Íslands

Hver vill 246 tegundir af ostum þegar 1 er nóg?

DeGaulle Frakklandsforseti benti á að erfitt væri að stjórna landi þar sem væru 246 tegundir af ostum. Íslensk stjórnvöld eiga ekki við þennan vanda að stríða. Ein fyrirtækjasamsteypa sér að mestu um framleiðsluna og ostafjöldinn er hóflegur. Þá eru landsmenn verndaðir fyrir innflutningi. Samkvæmt nýjum búvörusamningi virðist eiga að hækka tolla á ostum. Ásgeir Heimisson talar um íslenska landbúnaðarkerfið á málstofu föstudaginn 26. febrúar 2016 kl. 11 í stofu 205 í Lögbergi. Ásgeir hefur skoðað kerfið undanfarið ár og skrifað margar greinar um það.  Á málstofunni ber hann saman stuðning við landbúnað hér og annars staðar og skoðar framleiðni í greininni. Hann rifjar meðal annars upp söguna af því þegar landbúnaðarkerfinu í Nýja Sjálandi var bylt fyrir fáum áratugum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is